Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1943, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.03.1943, Blaðsíða 2
# 9 * I6L3NDINCUF Það tilkynnist, að konan raín Guðrún /. Einarsdóttir frá Lögmannshlíð, andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar .þriðjudaginn 2 marz. Guðmunclur Sigfreðsson. Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hluttekningu vegna andláts móður okkar og fósturmóður Guðríður Brynjóltsdóttur frá Stokkahlöðum. Einnig þökk- um við öllum, sem veittu okkur aðstoð í veikindum hennar. Aldís Einarsdóttir. Rósa Einarsdóttir. Bjarni Einarsson. , Eiríkur G. Brynjólfsson. á Stokkahlöðum var jarðsungin að Orund 1. þ. m. Hún var fædd að Bjarnastöðum í Skagafirði 21. des. t852 og því fulira 90 ára, er hún lézt, Hún ólst upp í Skagafirði fram til full- orðins ára, en fluttist þá til Eyja- fjarðar. Dvaldi hún við nám f kvennaskólanuin á Laugalandi fyrsta starfsár hans 1877. Árið 1881 giftist hún Einari Sigfússyni í Núpufelli, og hófu þau skömmu síðar húskap að Hrísum. Eftir fárra ára búskap þar, fluttust þau að Stokkahlöðum (árið 1891), og bjuggu þar upp frá því. Pau eign- uðust 4 bðrn; 2 drengi og 2 stúlkur. Annan drenginn, Btynjólf að nafni, misstu þau nokkurra ára gamlan, hið efnilegasta bam. Hin börnin hafa lengst af verið á Stokkahlöðum, nema þann tíma, er þau hafa verið við skólanám. Ouðríður missti mann sinn 1926. Nokkru síðar lét hún af búskap, og tóku þá börn hennar við. Hafa þau búið þar síðan, o« hún dvalið hjá þeim við góða aðbúð í rósamri elli *il æfiloka. Guðríði sál. var margt vel gefið. Hún var fríð kona og fyrirmannleg, gædd góðum gáfum. Búkona var hún ir.ikil og stjórnsöm í bezta lagi, sem kom gleggst í ljós, er hún varð að stjóma búi þeirra hjóna bæði utan og innan bæjar, þegar bóndi hennar var langdvöl- um að sinna ýmsum opinberum störfum utan heimilis, jafnvel mán- uðum saman, og síðar eftir fráfall hans, Hún var barngóð. Hafði yndi af að umgangast böin, enda tókst hún á hendur að ala upp fjögur börn fyrir aöra og reyndist þeim eins og góð móðir. Lét hún sér mjög annt um menningu þeirra og þroska eins og sinna eigin barna. Hún var heilsuhraust alla æfi og hélt vel fríðleik sínum og andlegu atgervi, þar til hún skyndi- lega féll í valinn og lá í dvala seinustu vikuna sem hún lifði. Hún lézt 14, febrúar s. I. Ouðríðar húsfreyju áSlokkahlöð- um mun lengi minnst verða sem einnar merkustu konu héraðsins. Dánardægur. , Nýlátin er í Sjúkrahúsi Akur- eyrar Guðrún J. Einnrsdóttir írá Lögmannshllð, kona Guðmundar Sig^eðssonar, fyrrum hreppstjóra að Króki á Rauðasandi vestra, Var GuðrúD heit. ljósmóðirií Rauðasands- hreppi um nál. 40 ára skeið og fór þá marga erfiða för yfii vonda fjall- vegu á Barðaströnd. Eau hjón eignuðust 7 sonu og iifa 6 þeirra. jþau íluttu að Lögmannshlíð árið 1930, en þar by‘r nú Sigfreður son- ur þeirra. Tveir synir þeirra eru búsettit hér I bæ. dr. Kristinn og Torfi. Valtýr Stetánsson ritstjóri hefir veriö kjörinn formaöur Mennta- málaráðs, en til vara Vilhj, J?. Gísla- son Jkólastjóri, UpplýsinQar m húsdýr. Meðferð mjólkur. Mjólkurgerlar eru algengir i fjós- im. Eeir finnast i rykinu, sem berst { loftinu. Þeir geta fallið niður í mjólkurílátin, þegar mjólkað er. Óhreinar hendur og íöt, sem verið er í meðan mjólkin er meöhöndluð, auka mjög á gerlafjöldann í henni. Óhrein mjólkurílát (fötur, könnur, brúsar og kæli- og mjólkurvélar) spilla mjólkinni mjög, Mjólkurgerlum má skipta í tvo flokkka: 1, Venjulega mjólkurgerla og 2, Gerla, sem valda sjúkdómum Fyrri tegundin finnst í mjólkinni, þegar mjólkað er, eða berst í hana roeð óheinum ílátura. Eessir gerlar valda súrnun og gasmyndun, þegar mjólkin er yst og ennfremur rotn- un. Mjólk, sem helst ósúr langan tíma, má framleiða meö því að gæta ítrasta hreinlætis á ílátum, höndum og klæðum, Sjúkdómar þeir, sem venjulega berast með mjólk eru: Berklaveiki, skarlatssótt, taugaveiki, hálsbólga, lömunarveiki, kólera, Bang’s veiki og barnaveiki, Sýklar þeir sem valda þessum sjúkdómum berast í mjólkina með þeim sem vinna að henni, og ætti enginn, sem ekki er heill heilsu að koma nærri mjólkur- framleiðslunni, Mjög má halda vexti gerlanna í skefjum með geymslu miólkurinnar á köldum stað, frá því mjólkað er og þangað til hcnnar er neytt í>að er nauðsynlegt að geyma mjólk- ina á köldum stað ef fólk kærir sig um að neyta hennar meðan hún cr örugg og holl. Hverskyns gerlar, sem finnast í mjólk, hafa geysimikla þýðingu fyrir bragðið og fyrir geymsluhæfni og ónæmi hennar. Í>ví minna, sem mjólkin geymir af gerlum, þvi bet- ur er hún fallin til allrar notkunar f>ýðing þessa atriðis er fyllilega viðurkennd af heilbrigðismálaráðu- neytum, læknum og nútima cajólkur- framleiðendum, Að miklu leyti má halda gerlum frá mjólkinni með þvi að halda fjósunum ryklausum og hreinum og á þetta einnig við mjólkurkiefann, og meö því að gæta hreinlætis viö dreifinguna er hægt að draga úr gerlahaettunni Hægt er að varna þvi að óhieinindi og ryk komist í mjólkina með því áð halda fjósunum hreinum og kúnum. Klippa skal þær á leggjunum, síð- um og júgrum og þvo þau með deigum klút áður en mjólkað er. Mjólkuríötur og önnur íiát verða að vera mjög hrein og gerilssneydd í gufu, sjóðandi vatni eða klórvatni eða að sólin sé látin skína á ilátin, Hreinar hendur og hrein föt draga úr útbreiðslu gerlanna. Hitastigið hefir mikið að segja í sambandi við gtóður gerlanna. Besta leiðin til þess að takmarka hann ei að snöggkæla mjólkina nið- ur fyrir það hitastig, sem þessar örsmáu verur timgast bezt við. f>ví fyrr sem bægt er að kæla mjólkina niður fyrir 15 stig C. (50 stig F), því betri verður framleiðslan. Hvert mjólkurbú, sem vill leggja áherslu á að framleiða hreina og góða mjólk veröur þess vegna að hafa kæliá- hald, Margar tegundir eru til af mjólkurkælum en góður steyptur vatnsgeymir með sírennandi vatni, köldu og hreinu, getur orðiö að gagni viö hið þyðingarmikla stari að framleiöa góða mjólk. Mjólkin skal ætíð geyroast köjd, Erátt fyrir strangt eftiriit og hirð- ingu á kúm, mjólkurvélum og öðr- um áhöldum og á allri meðferð mjólkurinnar, getur mjólkin, sem daglega berst í mjólkursamlögin, verið hættuleg vegna gerla, sem valda sjúkdómum og sem geta bor- izt í hana vegna utanaðkomandi á- drifa. Til þess að mjólkin verði örugg til neyzlu fyrir börn og sjúkl- inga má draga mjög úr smitunar- hættunni með gerilsneyðingu. Mjólkurgerlar, sem ekki valda sjúkdómum, skemma oft mjólkina. Eessa gerla má útiloka með geril- sneyðingu, sern gerir mjólkina ör- ugga til neyzlu og hæfari til geymsla Gerilsneyðing kallast aðferð sú. að hita mjólkina upp að því hita- stigi, sem drepur mjólkurgerlana, og þessu hitastigi skal halda svo lengi, að allir gerlarnir drepist. — Eegar búið er aö ná þessu markr, skal snöggkæla mjólkina niöur fyrir 10 stig C. (50 stig F.) Rétt gerilsneyðing drepur allt aö því 99% gerlanna. Bæði þeir gerl- ar, sem valda sjúkdómuqi og þeir,. sem valda skemmdum í mjólkinni,. drepast við þessa aðferð. Sé mjólkin réttilegd gerilsneydcl og vanræksla svo viðhöfð við geymslu hennar eftirá. kemur ger- ilsneyðingin ekki að neinum notum. l)m leiö og búið er aö kæla mjólk- ina verður að geyma hana kælda, þangað til hennar er nevtt. Jaínvef húsfreyjan, sem fær mjólk sína beint frá mjólkurbúunum eða mjólkursam- lögum, veröur alltaf að geyma hana kalda, þangað til hennar er neytt, til þess að koma i veg fyrir aö gerlarnir geti margfaldast og skemmt mjólkina eða sýrt hana, Jafn þýð- ingarmikið er að fara eins með- gerilsneydda mjólk. Öll ílát (flösk- ur o. fi) sem mjólkin er sett í eftir gerilsneyðinguna, verða að vera hrein og gerilsneydd, Rannsóknir á gerilsneyddri mjólk hér á staðnum gerðar df dýralækn- um setuliðsins hafa leitt í ljós, aö mjólkin er rétt gerilsneydd og inni- heldur tiltölulegn lítið af gerium. tessar rannsóknir sýna, aö mjólkia er örugg úr gerilsneyðingunni. Allir neytendur geta því fengið örugga mjólft, ef þeir sækja hana í mjólkur- búðirnar i hreinum og gerilsneýdd- um ílátum, og einnig sé húri af- greidd úr hreinum og gerilsneýddum áhöldum, hvort sem er í heimahús- um, kaffistofum eða annarsstaðar. Leikfélagið æf?r Fjalía-Eyvind, Leikfélag Akureyrar æfir nú aí kappi sjónleikinn Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri er Jón Norðfjörð og leikur hann Kára (Fjalla-Eyvind) en Höllu leikur frú Ingibjörg Steinsdóttir. Guðm- Gunn- arsson leikur Arnes og Eórir Guð- jónsson Bjórn hreppstjóra. Fjalla- Eyvindur hefir ekki verið sýndur hér síðan árið 1921, en þá lék frú G'uðrún Indriðadóttir hlutverk llöllu sem gestur. Sníðastota Dómhildar Skúla- dóttur er flutt á Hamarstíg 8. Kirkjan ■. Messað á Aknreyri n. k. sunnudag kl. 2 Drekkið VALASH Red Seal Lye-Sodi Evoftasodi Blánii íRcckitts* Fægilögur >Brasso< Húsgagnaáburður •Min< Skóáburður »Meltonian< Flik-Flak þvottaduft. I. Brynjólfsson & Kvaran Akureyrl.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.